Við vorum að springa úr stolti yfir nemendum okkar sem komu fram á svæðistónleikum
Nótunnar í Salnum sl. laugardag. Eitt af okkar atriðum var valið ásamt sex öðrum til að koma fram á lokahátíð Nótunnar í Hofi þann 6. apríl næstkomandi.
Gísella tekur við viðurkenningunni sinni frá einum dómara í keppninni Völu Guðnadóttur
Fulltrúi okkar er Gísella (Guðný Salvör) Hannesdóttir sem flutti frumsamið verk, "Hinsta óskin" eftir sjálfa sig. Gísella hefur stundað fiðlu-píanó- og söngnám við skólann frá árinu 2009. Hún hóf píanónám við skólann árið 2012 hjá Heidi og frá 2014 hjá Laimu Jakaite og lauk hún 4. stigi á píanó vorið 2018.
Frá haustinu 2018 hefur hún stundað nám hjá Glódísi Margréti Guðmundsdóttur. Við óskum Gísellu hjartanlega til hamingju með þetta fallega tónverk og erum afar stolt af okkar framlagi fyrir lokahátíðina.
Verk Gíselu "Hinsta óskin" var einnig valið ásamt 12 öðrum tónverkum í
Upptaktinn 2019 Verkin sem valin voru til þátttöku verða fullunnin með aðstoð tónskálda og fagfólks í Listaháskóla Íslands og flutt á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 9. apríl næstkomandi.
Hér fyrir neðan eru myndir af okkar nemendum frá því á laugardaginn. Allir nemendurnir stunda nám á miðstigi. Eitt atriðanna blokkflaututríóið, var samstarfsverkefni Tónlistarskóla Rangæinga og nágranna okkar Tónlistarskóla Árnesinga. Við þökkum stjórnendum og kennara við TÁ fyrir gott samstarf.
Við óskum nemendum og kennurum hjartanlega til hamingju með tónleikana :-)