Suzuki hljóðfæranám

Hvað er Suzukinám?

Börn geta hafið nám frá 3 - 5 ára. Fer allt eftir þroska barnsins. Við ráðleggjum foreldrum að hafa samband við Suzukikennara skólans til að fá ráðgjöf. Til að afla upplýsinga um Suzukihljóðfæranámið bendum við á heimasíðu Íslenska Suzukisambandsins suzukisamband.is

Við Tónlistarskóla Rangæinga er kennt á eftirfarndi hljóðfæri samkvæmt Suzukiaðferðinni:

  • Suzuki fiðla
  • Suzuki píanó
  • Suzuki blokkflauta

Sækja um nám við Tónlistarskóla Rangæinga


Suzukinám við Tónlistarskóla Rangæinga

Haustið 2015 var hafist handa við að leggja grunn að Suzukideild við Tónlistarskóla Rangæinga. Langtímamarkmið skólans er að gera Suzukihljóðfæranám aðgengilegt fyrir öll börn á leikskólaldri í Rangárvallarsýslu. Haustið 2017 var deildin formlega stofnuð og samstarf við Íslenska Suzukisambandið innsiglað.

Í dag starfa þrír kennarar við skólann sem hafa Suzukikennararéttindi.

Suzukiennsluaðferðin hentar í raun öllum en sérstaklega vel fyrir börn á leikskólaaldri enda eitt af frumskilyrðum hugmyndafræðinnar að börnin hefji nám á hljóðfæri áður en þau hefja nám í grunnskóla og læra að lesa. Það er algengur misskilningur að börn sem hefja ung Suzukihljóðfæranám eða hefðbundið hljóðfæranám þurfi að vera með einhverja sérstaka hæfileika eða gáfur. Það er alrangt.  Hljóðfæranám sem börn hefja ung að aldri skilar sér í betri lífsgæðum. M.a. og oft í betri árangri í öðru námi. Vegna reglulegra hóptíma sem fygla Suzukihljóðfæranámi læra börnin snemma að starfa saman í hóp. Þau læra að bera virðingu hvert fyrir öðru og læra að spila hvort fyrir annað og í hópi.

Suzukihljóðfæranám er í raun lífstíll sem foreldra velja fyrir sig og barnið/börnin sín. Það krefst mikillar vinnu af þeim þar sem námið verður hluti af daglegu lífi. Mæting í hóptíma í Suzukihljóðfæranámi er mikilvægur hluti námsins og nauðsynlegt er að foreldrar hafi tíma og áhuga á verkefninu . Því er afar mikilvægt að foreldrar kynni sér vel fyrirkomulag Suzukikennslu og hugmyndafræðina á bak við hana áður en sótt er um Suzukinám.