Skólareglur

 

1. Verum stundvís. Sé nemandi veikur eða forfallist af öðrum ástæðum, ber að tilkynna það í skólann eða heim til kennarans eins fljótt og kostur er. Forfallist nemandi ber kennara ekki skylda til að bæta þann tíma. Ef nemandi kemur meira en 15 mínútum of seint, þá má kennarinn fella niður kennslustundina.
Ef nemandi mætir ekki í eina kennslustund án tilkynningar, skal kennari hafa samband við foreldra eða forráðamenn og skólastjóra. Mæti nemandi ekki í tvær kennslustundir án tilkynningar er nemandi, foreldri/forráðamaður og kennari boðaðir á fund með skólastjóra.

2. Nemandi á að koma vel undirbúinn í tíma.

3. Góð umgengni og góð meðferð hljóðfæra er áskilin. Nemendum og kennurum er óheimilt að fara með hjlóðfæri út úr skólastofum. Hljóðfæri eru ekki lánuð út úr skóla nema með fengnu leyfi skólastjóra.

4. Áfangaprófsskírteini og stigsprófsskírteini taka ekki gildi nema ef samsvarandi prófi í tónfræðigreinum sé lokið.

5. Göngum hljóðlega og vel um húsnæði skólans, svo og alla muni hans og varist að skemma þar nokkurn hlut. Nemandi sem veldur skemmdum á húsnæði eða munum skólans er skyldur til að bæta fyrir það.

6. Notkun farsíma er bönnuð í kennslustundum. Ef nemandi hefur farsíma meðferðis á að vera slökkt á símanum.

7. Nemanda ber að sækja tónleika, músíkfundi og aðra þá félagsstarfsemi, sem skólinn gengst fyrir.

8. Þegar kennari veikist fellur kennsla hjá honum niður, en ef veikindi vara lengur en í tvær vikur ber skólanum að útvega forfallakennara sé þess kostur. Skólinn reynir eftir bestu getu að bæta nemendum upp tíma sem falla niður vegna ófærðar.

9. Nemanda er ekki leyfilegt að leika opinberlega meðan á námi stendur, nema með samþykki kennara síns.

10. Heimilt er að vísa nemanda frá námi, ef hann hefur ekki sinnt því um lengri tíma eða gerst brotlegur við reglur skólans og ekki látið segjast við áminningu.