Skólagjöld 2021-2022

 

Skólagjöld skólaársins 2020 - 2021 hafa verið uppfærð í samræmi við vísitölu neysluverðs. Hækkunin er hér birt með fyrirvara um samþykki skólanefndar. Skólinn veitir systkinaafslátt. Upplýsingar veitir ritari tonrangrit@tonrang.is sími: 488 4280. Athugið að uppsagnarfrestur á námsplássi sem byrjað er að nýta er 3 mánuðir
Hafið samband við skrifstofu og/eða skólastjóra ef nemandi óskar eftir að hætta námi við skólann. Hægt er að hringja í 4884280 eða senda póst á tonrang@tonrang.is/tonrangrit@tonrang.is. Grunngjöld miðað við einn nemanda í 100% námi:

Hljóðfæranám

 • Grunnám: 77.394,-
 • Miðnám: 81.634,-
 • Framhaldsnám: 92.745,-

Söngnám:

 • Grunnnám kr. 115.954,-
 • Miðnám kr. 127.485,-
 • Framhaldsnám kr. 139.017,- 

Fullorðnir Hljóðfæranám:

 • Grunnnám kr. 115.774,-
 • Miðnám kr. 127.286-
 • Framhaldsnám kr. 138.801,-

Fullorðnir Söngnám:

 • Grunnnám kr. 176.218,-
 • Miðnám kr. 193.777,-
 • Framhaldsnám kr. 208.214,-

Tónfræðigreinar Fjarnám í  í tónfræðigreinum eingöngu: 13.000 kr. Skólinn býður ekki uppá tónfræðigreinar á framhaldsstigi nema efni standi til og  fyrir þá nemendur sem hafa lokið miðprófi í hljóðfæraleik og hyggjast ljúka framhaldsstigsprófi við skólann. Til að framhaldsstigsáfangi í tónfræðigreinum sé kenndur þarf fjöldi nemenda í hóp að vera minnst 4.  Nemendum sem hafa lokið miðprófi í hljóðfærleik eða söng og ekki eiga kost á því að stunda nám á framhaldsstigi í tónfræðigreinum við skólann er boðið að sækja hóptíma utan skóla, á Selfossi eða í fjarnámi frá Menntaskólanum í tónlist.


Samspil og samsöngur Nemendur á strokhljóðfæri, söngnemendur og nemendur sem stunda nám á ryþmísk hljóðfæri  þurfa að sækja samspilstíma í samræmi við námsmarkmið. Þeir tímar eru innifaldir í skólagjöldum. Nemendur sem lokið hafa grunnstigi að fullu og stunda hljóðfæranám eða söngnám á miðstigi eða framhaldsstigi sækja undirleikstíma eins og við á og námskrá gerir ráð fyrir. Undirleikstímar eru innifaldir í skólagjöldum.


Hljóðfæraleiga 2022 - 2023 
Tónlistarskóli Rangæinga getur leigt nemendum hljóðfæri fyrstu árin í námi. Hljóðfæri sem eru leigð út eru alfarið á ábyrgð leigutaka yfir skólaárið.  Hafið samband við skrifstofu til að fá frekari upplýsingar hvaða hljóðfæri eru í boði.

 • Hljóðfæraleiga:  12.124 kr 
 • Hljóðfæraleiga: strokhljóðfæri, trommusett: 14.229 kr.