Æfingar ryþmasveitar eru að hefjast!

Í ryþmísku samspili í Tónlistarskóla Rangæinga koma nemendur saman í hljómsveitarstofunni og vinna saman tónlist og spila saman á uppákomum yfir veturinn. Í tilefni 60 ára afmælis Tónlistarskóla Rangæinga ætlum við að vinna með íslenska þjóðlagatónlist og setja hana í skemmtilegt nútímalegt form þar sem nemendur taka mikinn þátt í að skapa og hafa áhrif á tónlistina. Öll hljóðfæri eru velkomin en nemandi þarf að hafa kunnáttu og vera sjálfstæður á sitt hljóðfæri. Nemandinn og kennari ákveða í sameiningu hvort að þátttaka í ryþmasveit er tímabær. Mæting og ástundun er skráð í námsferil nemenda. Æfingar verða sem hér segir: Á Hvolsvelli: þriðjudögum kl. 15.45-16.30, í trommustofu skólans. Kennarar: Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir, meðstjórnandi Skúli Gíslason. Á Hellu: fimmtudögum kl. 17.10 - 18.00, í Grunnskólanum á Hellu. Kennarar: Sigurgeir Skafti Flosason, meðstjórnandi Aðalheiður Margrét Gunnarsd.