Áfangapróf á vorönn, þátttaka í Nótunni og nemendatónleikar á vorönn 2019

  Áfangapróf samkvæmt Aðalnámskrá fara fram í marsmánuði. Alls þreyta níu nemendur grunnpróf þann 20. mars sem er áfangaprófsdagur skólans. Þrír nemendur í rythmísku námi munu þreyta sín áfangapróf á Selfossi í byrjun apríl. Einn nemandi skólans lýkur að auki miðstigi í fiðluleik og þreytir sitt próf í Kópavogi undir lok þessarar viku. Laugardaginn 16. mars munu þrjú atriði frá skólanum taka þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Umsjónarkennarar nemenda sem taka þátt munu fylgja þeim í Salinn í Kópavogi þar sem fram koma nemendur af öllu Suðurlandi, Kraganum og Suðurnesjum. Við óskum okkar fólki góðs gengist og minnum á að tónleikarnir í Salnum hefjast kl. 12:00(fyrri tónleikar) og 14:00(síðari tónleikar). Kl. 16:00 er lokahátíð þar sem veitt er viðurkenning sem er þáttaka í hátíðartónleikum sem fara fram á Akureyri 6. apríl. Dagskrá tónleikanna þann 16. mars kemur út fljótlega og verður þesssi frétt þá uppfærð. Nemendatónleikar vorannar hófust í febrúar. Þeir næstu fara fram 22. mars. Hér fyrir neðan eru þær dagsetningar sem búið er að staðfesta. Tónleikar hvers kennara verið auglýstir hér á heimasíðunni og á fb. Ef spurningar vakna varðandi staðsetningu, dagsetningu eða tímasetningar þá endilega hafið samaband við kennara nemenda. Febrúar og marsHalldór: Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu. Kristín Jóhanna Dudziak Glúmsdóttir  og Ulle Hahndorf: Föstudaginn 22. mars kl. 16:30 í Safnaðarheimilinu á Hellu.
Apríl Chrissie Telma Guðmunsdóttir (fiðla): Mánudaginn 8. apríl kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu. Rythmískir samspilstónleikar 9. apríl Frestað. Dagsetning kemur fljótlega . Eyrún Aníta Gylfadóttir og Grétar Geirsson(harmóníka): Fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu.
MaíAðalheiður Margrét Gunnarsdóttir  (söngur og píanó): 2. maí kl. 17:00 í Hvolnum Glódís Margrét og Sigríður (píanó og söngur): Föstudaginn 3. maí í Safnaðarheimilinu á Hellu. Þórunn Elfa Stefánsdóttir (söngur): Þriðjudaginn 7. maí kl. 17:30 í Safnaðarheimilinu á Hellu. Maríanna Másdóttir (þverflauta): Fimmtudaginn 9. maí kl. 16:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu. Laima Jakaite (píanó): Föstudaginn 10. maí kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu. Guðrún Markúsdóttir (píanó): Laugardaginn 11. maí kl. 11:00 í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Dan Cassidy (gítar): Laugardaginn 11. maí kl. 13:00