Afmælisgjöf kvenfélagsins Hallgerðar

Á síðasta skólaári sem var 60 ára afmælisár Tónlistarskóla Rangæinga færði Kvenfélagið Hallgerður í Fljótshlíð skólanum peningagjöf. Fyrir þessa gjöf hefur skólinn nú verslað fjögur ukulele en þau eru ný viðbót við hljóðfærin sem verður kennt á í forskólanum í vetur. Þessi hljóðfæri þarf að nota bæði á Hellu og á Hvolsvelli og verða því ekki lánuð heim. Við þökkum kvenfélagin hjartanlega fyrir góða gjöf. Nýju hljóðfærin :-)