Þann 4. maí síðast liðin kom nemandi skólans Silvia Rossel fram á samkomu Oddfellow í Sólheimakirkju. Silvia hefur nýlokið 4. stigi á blokkflautu með glæsibrag og á samkomunni lék hún 2 kafla úr Marcello sónötu í d moll sem var hluti af hennar prófverkefnum. Silvia stundar blokkflautunámið við skólann hjá Kristínu Jóhönnu Dudziak Glúmsdóttur. Meðleikari hennar þar er Glódís Margrét Guðmundsdóttir.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: ritari@tonrang.is |
:)