Byrjun skólaárs.

Ágætu nemendur, foreldrar / forráðamenn! Skólastarf hefst þriðjudaginn 27. ágúst n.k. Nú á haustdögum lét Sigríður Aðalsteinsdóttir af störfum sem skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga.     Við starfi hennar tekur tímabundið Sigurgeir Guðmundsson, fyrrverandi skólastjóri Grunnskólans á Hellu. Kennarar skólans eru þeir sömu og voru við störf á síðasta skólaári. Enn eru laus pláss í tónlistarnámi við skólann þ.á.m. í söng og þverflautunám.