Dagskrá kynningar 28. janúar 2017

Kynning og fræðslufundur um Suzuki tónlistarnám

Tónlistarskólanum á Hvolsvelli 28. Janúar 2017 kl. 13:00 – 14:00

Dagskrá

13:00 - Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri býður gesti velkomna og segir frá framtíðarsýn Tónlistarskóla Rangæinga á hljóðfærakennslu yngri barna. 13:05  - Suzukinemendur spila fyrir gesti 13:10 - Ulle Hahndorf Suzukisellókennari ræðir um uppbyggingu námsins, hlutverk „heimakennarans“ og tilgang Suzukihóptíma. 13:20 - Guðrún Markúsdóttir Suzukipíanókennari við skólann kynnir aðferðina og höfund kennslufræðinnar Shinichi Suzuki. 13:30 - Kristína Jóhanna Dudziak Glúmsdóttir Blokkflautusuzukinemendandi og blokkflautukennari við skólann kynnir Suzukiþríhyrninginn. Samspil foreldra/foreldris (heimakennara), Suzukikennara og Suzukinemanda. 13:40 - Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og fiðlukennari við skólann, fyrrverandi Suzukinemandi og nú nemi í Suzukifiðlukennslu segir frá reynslu sinni sem barn í Suzukinámi. 13:50 - Foreldri Suzukinemanda við skólann segir frá reynslu sinni 14:00 - Kaffispjall. Gestum er boðið að þiggja hressingu og spjalla við kennara að lokinni kynningu.  

Takk fyrir komuna!


SUZUKITÓNLISTARUPPELDISuzukitónlistaruppeldi byggir a þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og öll börn geta lært móðurmál sitt.Til að svo geti orðið þarf örvandi umhverfi, foreldrar eru virkjaðir til að vinna með börnunum heima og tónlistin er lærð með hlustun í byrjun.Nótnalestur er kenndur síðar, rétt eins og lestur á bók er ekki kenndur fyrr en börnin kunna að tala. Aðferðin er oft nefnd móðurmálsaðferð      .                            Helstu einkenni móðurmálsaðferðarinnar við tónlistarkennsluBók á íslensku um SuzukiaðferðinaGrein um Shinichi Suzuki Tekið af veraldarvefnum 27.01.2017 http://www.allegro.is/index.html Suzukikennarar sækja menntun sína í gegn um Íslenska Suzukisambandið sem er aðili að Evópska Suzukisambandinu. Til að viðhalda réttindum sínum sem Suzukikennarar þurfa þeir að vera aðilar að félaginu sem er rekið af kennurum og fjölskyldum barna í hljóðfæranámi. Árgjald í félagið er kr. 4000. Nánari upplýsingar um Suzukinám og Suzukikennaranám  á vefsíðu Íslenska Suzukisambandsins: http://suzukisamband.is/

Suzukinám við Tónlistarskóla Rangæinga

  • Haustið 2015 var hafist handa við að leggja grunn að Suzukideild við Tónlistarskóla Rangæinga. Gert er ráð fyrir að deildin verði formlega stofnuð vorið 2017.
  • Í dag starfa tveir kennarar með Suzukikennararéttindi við skólann. Einn er með réttindi til að kenna Suzukipíanó og einn til að kenna Suzukiselló.
  • Tveir kennarar sem starfa við skólann  eru í  Suzukikennararnámi. Einn á Suzuki-blokkflautu hóf nám haustið 2016 og annar hóf  formlegt nám í Suzukifiðlukennaranámi um áramót.
  • Kennaranemar þurfa að kenna samkæmt aðferðarfræðinni samhliða námi. Því eru teknir inn í skólann æfinganemendur fyrir kennaranemana.
  • Á heimasíðu tónlistarskólans er hægt að sækja um rafrænt um Suzukitónlistarnám.  Ennig má sækja um fyrir æfinganemendur á Suzukiblokkflautu og Suzukifiðlu.
  • Fjöldi plássa er takmarkaður. Æskilegur aldur fyrir börn til að hefja Suzuki hljóðfæranám er þriggja til fjögurra ára.
  • Skólagjöld fyrir Suzukihljóðfæranám eru þau sömu og greitt er fyrir annað  hljóðfæranám við skólann.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að hlaða niður dagskránni og upplýsingunum um Suzukiaðferðina.