Dagskrá vorannar 2019

Nú þegar komið er inn í febrúar eru flestir kennarar búnir að ákveða dagsetningu fyrir sína nemendatónleika. Þegar dagskráin er tilbúin munum við birta hana hér á heimasíðunni. Hver nemandi fær einnig fær upplýsingar hjá sínum hljóðfæra-, söngkennara um dags- og tímasetningu þeirra tónleika sem hann á að koma fram á. Hér eru nokkri punktar varðandi starfið sem er framundan hjá okkur:

 • Vikuna 18. - 22. er foreldravika í skólanum. Við hvetjum alla foreldra til að líta við í tíma til barnanna og fara yfir stöðu námsmarkmiða, ástundun í náminu og mætingar.
 • 22. febrúar kl. 17:00  verður opinn fræðslufyrirlestur um ryþmíska tónlist í húsnæði skólans á Hvolsvelli. Þar koma fram kennarar í ryþmískri tónlist við skólann. 
 • 6. mars eru starfsdagar í tónlistarskólanum og engin kennsla.
 • 16. mars. Tónlistarskólinn mun senda tvö atriði á svæðistónleika Nótunnar á Suðurlandi sem fara fram í Salnum í Kópavogi
 • 20. mars fara fram áfangapróf á vegum Prófanefndar. Önnur próf samkvæmt skólanámskrá á að vera lokið fyrir 1. maí.
 • 1. apríl: endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2019 - 2020 hefst.
 • 15. apríl: opnað fyrir nýskráningar fyrir skólaárið 2019 - 2020
 • Í apríl: Samspilstónleikar á vorönn eru samkvæmt skóladagatali. Klassískir samspilstónleikar verða 3. apríl og ryþmískir samspilstónleikar þann 9. apríl.
 • 12. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska
 • 13. - 22. apríl er páskafrí.  Kennsla hefst 23. apríl.
 • 13. - 16. maí eru forskólatónleikar í grunnskólum sýlsunnar.
 • 15. maí: Skólaslit