Endurnýja umsókn fyrir næsta skólaár

Nú er komið að þeim tíma þar sem þarf að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár.

Hægt er að fara inná School Archive og smella á Forráðamaður og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. 
Þar inni sjáið þið allskonar upplýsingar um nám nemenda í tónlistarskólanum. Undir upplýsingar 2020-2021 er flipi sem heitir "heldur áfram námi". Þar þarf að setja Já ef nemendur ætla að halda áfram næsta skólaár.

Nemendur munu einnig fá blöð heim á næstu viku sem er hægt að fylla út og skila inn í staðinn fyrir að gera þetta rafrænt.

 

Á morgun fimmtudaginn 22. apríl er sumardagurinn fyrsti sem er frídagur svo öll kennsla fellur niður!