Það er okkur sönn ánægja að vera samstarfsaðili Fiðlufjörs sem verður haldið á Hvolsvelli þann 7. - 9. júní. Er þetta í þriðja sinn sem námskeiðið er haldið í skólanum okkar og í Hvolnum. Það er Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðluleikari og fiðlukennari skólans sem hefur veg og vanda af þessum flotta menningarviðburði. Á hverju ári fær hún til liðs við sig úrvals kennara og hljóðfæraleikara. Í ár koma 30 börn á námskeiðið ásamt foreldrum.
Tvennir tónleikar í tengslum við námskeiðið verða haldnir í Hvolnum. Þeir fyrri, Kennartónleikar Fiðlufjörs, verða þann 7. júní kl. kl. 12:40 og þeir síðari verða haldnir þann 8. júní kl. 17:00.
Kennaratónleikar Fiðlufjörs þann 7. júní: https://www.facebook.com/events/322763258677574/?notif_t=event_calendar_create¬if_id=1559759872511988
Efnisskrá:
Villoldo-Mclean
Tango “El Choclo”
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla
Ayisha de Sandino, fiðla
Einar Bjartur Egilsson, píanó
Luis Enrique Casal Rodríguez
Cumbia para dos amigos (2013)
Ayisha de Sandino, fiðla
Chrissie Telma Guðmundsdóttir, fiðla
Einar Bjartur Egilsson
Kyrrð (2019)
Chrissie Telma Guðmundsdóttir, fiðla
Einar Bjartur Egilsson, píanó
Hector Campos Parsi
Sonatina no.2 fyrir fiðlu og píanó
Ayisha de Sandino, fiðla
Einar Bjartur Egilsson, píanó
M. Mclean
Czardas fyrir þrjár fiðlur og píanó
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla
Ayisha de Sandino, fiðla
Chrissie Telma Guðmundsdóttir, fiðla
Einar Bjartur Egilsson, píanó
"Íslenskir strengir koma með her strengjaleikara á Hvolsvöll, annað árið í röð, til að spila laugardaginn 8. júní nk. kl. 17. Allir velkomnir í Hvol, tónleikahús á Hvolsvelli til að hlusta og njóta! Hljóðfærin sem spila eru fiðlur, víólur, selló og kontrabassar og einleikur á píanó! Tónleikarnir eru í samstarfi við Fiðlufjör á Hvolsvelli! Konsertmeistarar: Chrissie Guðmundsdóttir og Gróa Margrét Valdimarsdóttir Hljómsveitarstjóri: Ólöf Sigursveinsdóttir Efnisskráin: Nýtt strengjaverk eftir Unni Malín Sigurðardóttur söngkona og tónskáld sem er búsett á Skeiðunum og fæst við tónlist alla daga, Einar Bjartur Egilsson píanóleikari flytur gullfallegan kafla úr hljómborðskonsert eftir Johann Sebastian Bach ásamt hópnum og á boðstólum verður hið magnaða La Folia eftir barokktónskáldið Geminiani. Kannski lítilræði í viðbót frá Skandinavíu. Við hlökkum til að heimsækja staðinn og láta ljós okkar skína í flottum bæ!"
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: ritari@tonrang.is |
:)