Fiðluhópur í Reykjavíkurferð

Fiðluhópur frá Tónlistarskóla Rangæinga fór í Reykjavíkurferð 16 desember  ásamt kennara sínum Chrissie Guðmundsdóttur.

Tíu nemendur á aldrinum 6-15 ára frá Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi fóru í ferðina.  Hópurinn spilaði jólalög á Elliheimilinu Grund, Barnaspítala Hringsins, Rjóður dvalarheimili fyrir langveik börn og Líknadeild Landspítalans.

Hópurinn var svo heppin að fá skólabílstjóra frá Laugalandi hann Steindór til að sjá um akstur.  Þegar spilamennsku var lokið var farið á skauta á Ingólfstorgi og út að  borða á Hamborgarafabrikkunni. Nemendunum fannst mjög gaman að gefa af sér með spilamennsk yfir jólatímann fyrir þá sem komust ekki heim um jólin. Þetta er annað árið í röð sem fiðluhópur frá  Tónlistarskóla Rangæinga hefur farið til Reykjavíkur að spila fyrir jólin.

Fiðluhópurinn með kennaranum sínum Chrissie Telmu