Fiðlunemandi fulltrúi skólans á 17. júní

Í ár óskaði 17. júní nefndin á Hellu eftir tónlistaratriði frá skólanum. Það var gaman að geta orðið við þeirri ósk. Við þökkum Huldu Guðbjörgu Hannesdóttur  fyrir að standa vaktina fyrir okkur þetta árið á Hellu. Hulda Guðbjörg lauk grunnstigi í fiðluleik og grunnstigi í tónfræði með framúrskarandi árangri vorið 2019. Hulda Guðbjörg Hannesdóttir (myndin er tekin af fb síðu RY)