Foreldravika

Lógó (3)Næsta vika, 2. til 6. febrúar, er foreldravika í Tónlistarskólanum. Foreldrar eru hvattir til að mæta með barninu í spila/söngtíma til að hlusta á kennsluna og spjalla  við tónlistarkennarana um skipulag námsins og námsframvindu. Einnig langar kennurum og skólastjóra tónlistarskólans að kanna áhuga foreldra á því að stofna foreldrafélag. Slíkt félag getur haft margvíslegan tilgang bæði fyrir nemendur og foreldra.

Aðkoma skólans að slíku félagi er fyrst og fremst að veita félaginu aðstöðu fyrir fundarhöld, fyrirlestra, námskeið og annað sem tengist hljóðfæranámi.

Hér fyrir neðan er könnun sem við viljum biðja ykkur um að svara í foreldravikunni. Niðurstaðan ætti að geta leitt í ljós hver hugur foreldra er gagnvart stofnun slíks félags.

Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt í stofnun foreldrafélags endilega sendu sendu okkur línu. Hafa samband