Foreldravika verður í Tónlistarskólanum fyrstu vikuna í febrúar. Allir foreldrar ættu að hafa fengið tölvupóst frá okkur þar sem foreldravikan var auglýst.
Foreldrar eru þessa viku, sem og reyndar allar aðrar vikur skólaársins, boðin hjartanlega velkomin í tíma til barnanna.
Gott er að nota tækifærið í þessari viku og spjalla við kennarana og kanna framvindu námsins, mætingar og það helsta sem fólk vill ræða og varðar tónlistarnám barnsins.
Það verður heitt á könnunni og með því á kennarastofunni :-)
Ef óskað er er eftir viðtali við skólastjóra þá vinsamlegast sendið póst á tonrang@tonrang.is.
|
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: ritari@tonrang.is |
:)