Foreldravika

  Skólastarf Tónlistarskóla Rangæinga er hafið.  Við viljum bjóða nemendur, foreldra og/eða forráðamenn velkomna til starfa og samstarfs á þessu skólaári. Flestir nemendur ættu að vera komnir hljóðfæratíma inn í stundatöflu en hóptímar hefjast ekki fyrr en um miðjan september. Næsta kennsluvika 3. - 7. september er foreldravika. Í þeirri viku viljum við bjóða foreldrum að líta við í tíma til barnanna sinna. Tónlistarkennarar munu þá fara yfir námsmarkmið vetrarins, upplýsa foreldra um uppbyggingu tónlistarnámsins  samkvæmt greinanámskrám, vísa á upplýsingar um námið á heimasíðu skólans og svara spurningum um námið,  fara yfir skóladagatalið, markmið og kröfur í tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá sem stefna  og markmið skólans okkar byggir á. Allar upplýsingar um skólann og námið eru aðgengilegar  á heimasíðu skólans www.tonrang.is undir "Námið". Það er metnaður okkar að upplýsingar um tónlistarnámið séu aðgengilegar og augljósar. Við uppfæræum  heimasíðuna reglulega og biðjum ykkur að senda okkur ábendingar ef þið teljið að eitthvað megi betur fara. Með ósk um góðan tónlistarvetur, Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri netfang: tonrang@tonrang.is Sími: 8689858


Vegna innleiðingu nýrra laga um persónuvernd viljum við taka fram að skólinn mun fylgja stefnu sveitarfélaganna hvað varðar innleiðingu nýrra reglna. Hér eftir sem hingað til verða persónugögn, nemenda, foreldra og/eða greiðenda aðeins aðgengileg skólastjóra og ritara. Gögn sem varða nemandann sjálfann og forráðamann eru einnig aðgengileg tónlistarkennara barnsins. Skólinn hýsir gögnin rafrænt og að hluta  til gögn neins og námsmat í læstri skrifstofu skólatstjóra. Tónlistarskóli Rangæinga afhendir aldrei persónuleg gögn til þriðja aðila nema að fengnu leyfi beggja foreldra/forráðamanna. Undarnskilið frá þessum reglum skólans hafa verið skráningar í próf hjá Prófanefnd Tónlistarskóla. Verklag í kring um skráningu í áfangapróf mun því breytast þannig að skólinn mun sækja skriflegt samþykki fyrir skráningu í áfangapróf, og skráningu í próf þar sem utanaðkomandi prófdómari er fenginn til starfa, til nemenda sjálfra sem náð hafa lögaldri en til  beggja foreldra/forráðamanna nemenda undir lögaldri.