Foreldravika frá 18. - 22. september n.k.

Í foreldraviku eru foreldrar boðnir velkomnir í tíma með barni sínu, til að ræða verkefni vetrarins með kennara.

 

Það hefur mjög jákvæð áhrif á námið ef foreldrar sýna því áhuga og hvetjum við alla foreldra til þess að nýta sér þann möguleika til að hitta kennarann. 

Annars er náttúrulega alltaf hægt að koma með í kennslustund og fylgjast með, eða ræða við kennarann.