Framundan í maí, kennartónleikar og skólaslit!

Senn líður að lokum skólaársins hjá okkur en tónleikagleðin er enn  mikil.  Í maí verða haldnir fernir kennaratónleikar og ein tónleikaútskrift hjá nemendum sem stundað hafa nám samkvæmt Suzukikennsluaðferðinni. Þessi viðburðir verða þeir haldnir sem hér segir: 2. maí eru tónleikar nemenda Chrissiar Telmu á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00. Allir velkomnir! LOKIÐ Chrissie Telma Guðmundsdótti fiðlukennari                    


3. maí eru tónleikar Aðalheiðar Margrétar á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 Allir velkomnir! Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söng- og píanókennari                    
6. maí eru tónleikar hjá nemendum Guðrúnar Markúsdóttur á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast kl. 11:00. Allir velkomnir! Guðrún Markúsdóttir              
8. maí eru tónleikar nemenda Guðjóns Halldórs í Safnaðarheimlinu á Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00.  Allir velkomnir! Guðjón Halldór Óskarsson píanókennari            
12. maí eru tónleikar nemenda Ulle Hahndorf og Örlygs Benediktssonar í Safnaðarheimilinu á Hellu. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Allir velkomnir! Örlygur klarínettu og saxófónkennari


Síðasti kennsludagur Tónlistarskóla Rangæinga er föstudagurinn 19. maí.

Skólaslit verða 23. maí kl. 16:00 í Menningarsalnum á Hellu.

Opið er fyrir umsóknir vegna skólaársins 2017 - 2018.

Smellið HÉR til að nýskrá nemendur. Skráningu lýkur 20. maí.