Fulltrúi okkar á hljómsveitarnámskeiði Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025

Guðný Lilja Pálmadóttir
Guðný Lilja Pálmadóttir

Í lok mars fór fram prufuspil fyrir hljómsveitarnámskeið Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2025 og var Guðný Lilja Pálmadóttir, fiðlunemandi Tónlistarskóla Rangæinga valin til að taka þátt á námskeiðinu, en kennari hennar er Guðmundur Pálsson. 

Það verða nokkrar æfingar í maí, en námskeiðið sjálft verður í september 2025, en verkefni Ungsveitarinnar í ár er Sinfónía nr. 4 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Nathanaël Iselin.

Námskeiðinu lýkur með glæsilegum stórtónleikum í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 21. september kl. 14:00.

Við óskum Guðnýju Lilju til hamingju með þetta og góða skemmtun á námskeiðinu! 

 

 

/CLB