Haustönnin fer vel af stað

Lógó (3)Haustönnin hjá Tónlistarskólanum fer vel af stað. Nemendafjöldi við skólann er álíka og verið hefur undanfarin ár eða í kring um 250.

Allir nemendur sem stunda einkanám á hljóðfæri eru komnir í stundaskrá sem og í hliðargreinum. Við leggjum ríkaáherslu á að hliðargreinar eru hluti af náminu. Námið fæst ekki metið til eininga í framhaldskólum nema námi sé lokið í samræmi við námskrá tónlistarsskóla.

Hóptímatöflur fyrir tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu verða settar á netið. Samspil- og samsöngstímar fara af stað fljótlega. Suzukihóptímar hefjast á morgun, laugardag.

Fyrstu tónleikar vetrarins, eru 27. og 28. október. Skóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga er hægt að nálgast HÉR.