Jólatónleikar skólans fóru fram 2. og 3. desember síðast liðinn. Í sem stystu máli þá tókust tónleikarnir einstaklega vel. Nemendur stóðu sig með miklum sóma, efnisvalið var fjölbreytt og augljóst að áherslan sem skólinn vill setja á samspil nemenda skila sér. Nemendum og kennurum er hér með óskað til hamingju með frammistöðuna og einstaklega góða skemmtun.
Hér fyrir neðan eru tvö albúm. Annað frá tónleikunum á Hvolsvelli og hitt frá tónleikunum á Hellu. Enn á eftir að setja inn nokkrar myndir en það eiga að vera myndir af öllum flytjendum. Því miður sást lítið í hljóðfæraleikarana í ryþmasamspilinu en úr því verður bætt á næstu samspilstónleikum.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: ritari@tonrang.is |
:)