Nemendur tónlsitarskólans hafa komið víða við síðustu daga og vikur og þeir hafa enn nóg fyrir stafni. Í næstu viku fara þeir svo í heimsókn á dvalarheimilin í sýslunni til að spila og syngja fyrir eldri borgarana okkar. Einnig koma þeir fram á ýmsum uppákomum, aðventukvöldum og við fleiri tækifæri. Sumir kennarar skólans verða einnig með deildartónleika innan skólans fyrir sína nemendur í næstu viku þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum gefst kostur á að koma að hlusta.
Ef óskað er eftir tónlistaratriði frá skólanum fyrir jólin er best að senda fyrirspurn á tonrang@tonrang.is eða hringja í skólastjóra í síma 8689858.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: ritari@tonrang.is |
:)