Kennarar og nemendur á karlakórstónleikum

Undanfarið hefur Karlakór Rangæinga haldið tónleika á Suðurlandi og í Reykjavík. Það er alltaf ánægjulegt þegar kennarar skólans taka þátt í listsköpun í samfélaginu. Tónlistarskóli Rangæinga átti smá brot af einstaklega skemmtilegu og vel heppnaðri tónleikaröð kórsins. Fyrir utan það að stjórnandi kórsins, Guðjón Halldór Óskarsson, er kennari við skólann var einsöngvarinn með kórnum  úr röðum kennara sem og harmoníkuleikarinn. Þórunn Elfa Stefánsdóttir sönkennari og söngkona gladdi áheyhrendur með fallegum söng og  Grétar Geirsson spilaði á nikkuna af allkunnri snilld. Einnig komu fram nemendur frá skólanum sem sungu bæði samsöng og einsöng. Þeir stóðu sig með mikilli prýði. Síðast en ekki síst var það svo fyrriverandi nemandi við skólann sem lék undir hjá Kórnum, Glódís Guðmundsdóttir. Tónlistarskóli Rangæinga óskar kórnum til hamingju með vel heppnaða og fallega tónleika.

Halldór og Þórunn

Á myndinni hér fyrir ofan eru þau Halldór og Þórunn sem eftir tónleika í Hvolnum 22. apríl. Á myndinn hér fyrir neðan eru Rangárdætur sem komu fram fyrir hönd skólans í Eldborgarsal Hörpunnar á Nótunni þann 10. apríl. Á tónleikunum með karlakórnum sungu þær bæði samsöng og einsöng.

kvartett