Kennslufyrirkomulag

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur Tónlistarskóli Rangæinga að fengnu samþykki skólanefndar skólans ákveðið að breyta fyrirkomulagi tónlistarkennslu sem hér segir fram að páskum.

Forskólakennsla innan grunnskólanna mun ekki fara fram á tímabilinu, þetta er gert til þess að vera í takt við þær sóttvarnir sem taldar eru tryggastar innan grunnskólanna. Á sama hátt munu allir hóptímar s.s. samspil, samsöngur o.fl. falla niður af sömu ástæðu.

Öll einstaklingskennsla mun færast yfir í fjarkennslu, þ.e. að kennarar munu hver um sig útbúa og senda út kennslu hverrar kennslustundar, sem nemendur geta nálgast á þeim tíma sem þeim hentar. Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að taka á móti kennsluefninu og hvetji þau til þess að fara yfir efnið og eftir fyrirmælum kennaranna.