Lokahátíð Nótunnar í Hofi!

Það er mikill heiður og mikil eftirvænting fyrir tónlistarnemendur að koma fram á lokahátíð Nótunnar - uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Lokatónleikarnir fara fram í Hofi á Akureyri þann 6. apríl næstkomandi. Það er Gísella Hannesdóttir sem er fulltrúi okkar. Við óskum henni  góðrar ferðar norður og vonum að hún njóti hátíðarinnar. Gísella Hannesdóttir flutti verkið sitt "Hinsta óskin" á svæðistónleikum Nótunnar í Salnum í Kópavogi þann 16. mars.