Manúela Maggý tekur þátt í Upptaktinum

Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, og gefst ungu fólki tækifæri til að senda inn tónsmíð og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með listnemum og listamönnum.

Manúela Maggý er að læra söng hjá Aðalheiði í Tónlistarskóla Rangæinga.

Hugmynd Manúelu Maggýjar var valin úr hópi innsendra hugmynda og mun Manúela Maggý geta tekið þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands til að fullvinna hugmyndina, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er tónverkið flutt af nemendum LHÍ og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV.

 

Við óskum Manúelu innilega til hamingju og hlökkum til að sjá og heyra afraksturinn!