Menningarferð til Reykjavíkur 2015 - uppfært!

billy3.focus-435-562-849x1071.width-148Á morgun Miðvikudaginn 29. apríl verður hin árlega menningarferð Tónlistarskóla Rangæinga til Reykjavíkur.

Alls eru um 130  manns eru skráðir í ferðina. Þar af 115 nemendur. Aðrir sem fara eru foreldrar með yngstu börnum, kennarar og þeir foreldrar og systkini sem vildu nýta sér ferðina.

Í ár verður farið út að borða á Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni og í Borgarleikhúsið á Billy Elliot.

Það er mikil tilhlökkun hjá hópnum enda fær sýningin fær afar góða dóma hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Farið verður með rútum frá Hvolsvelli og Hellu með viðkomu á Laugalandi um og upp úr kl. 14:00. Nemendur eiga að vera mættir á bílastæðin fyrir framan grunnskólana, og tilbúnir að fara uppí rútuna, ekki seinna en kl. 14:00.

Við komuna til Reykjavíkur um kl. 16:00 verður farið beint á Hamborgarafabrikkuna. Við höfum staðin til kl. 18:00.

Sýningin hefst kl. 19:00 og henni lýkur kl. 22:00. Áætluð heimkoma er því  í kring um 23:30.

Ath! Hugsanlega skapast eitthvað rými eftir matinn ef börnin vilja rölta um í Kringlunni. Við munum þó óska eftir skriflegu leyfi frá foreldrum sem á að afhenda við komuna í rútuna. Einnig má hringja í skólastjóra eða kennara nemandans til að láta vita. Skipulagðir verða nemendahópar undir umsjón kennara sem fylgja yngri börnunum. Mikilvægt er að allir séu mættir í leikhúsið tímanlega. Leikhúsmiðarnir verða afhentir í andyrir Borgarleikhússins.

Nemendur eiga að snúa sér beint til skólastjóra og kennara vantið þeim aðstoð.

Þurfi foreldrar að ræða við skólatjóra eða fá upplýsingar um ferðina þá er hægt að senda tölvupóst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 488 4280. Einnig er hægt að hringja beint í skólastjóra í síma 868 9858.

 Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fá upplýsingar um sýninguna.