Mozart tónleikar á Kvoslæk.

Nemendur Tónlistarskóla Rangæinga hafa fengið boð á Mozart tónleika að Kvoslæk í Fljótshlíð sunnudaginn 8. september n.k. kl. 15:00. Leikin verða dásamleg kammerverk eftir Mozart: Óbókvartett í F-dúr KV 370, Hornkvintett í Es-dúr KV 307 og Píanókvartett í g-moll KV 478. Matthías Birgir Nardeau, óbóleikari, Jósef Ognibene, hornleikari og Richard Simm, píanóleikari leika einleik með Rut Ingólfsdóttur og Júlíönu E. Kjartansdóttur á fiðlur, Svövu Bernharðsdóttur og Rut Ingólfsdóttur á víólur og Sigurði Halldórssyni á selló. Á þessum tónleikum verður sem sagt spilað á óbó, horn, píanó, fiðlu, lágfiðlu og selló. Þetta verður klukkustund af tónlist með hléi eftir hálftíma. Verkin verða kynnt munnlega. Það væri gaman ef nemendur sæju sért fært að þiggja þetta fallega boð frá staðarhöldurum á Kvoslæk og hlýða á þessa frábæru tónlistarmenn. Nemendur fá ókeypis á tónleikana, en fyrir fullorðna kostar miðinn kr. 2.000,-