Námskeið í jazzpíanóleik með Söru Mjöll

Í dag, laugardag, var haldið námskeið fyrir lengra komna píanónemendur í jazzpíanóleik hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Það var Sara Mjöll Magnúsdóttir fyrrverandi nemandi við skólann sem kynnti grundvallaratriði í jazzpíanóleik fyrir nemendum á námskeiði sem samanstendur af hóptíma og einkatímum. Nemendur létu vel af námskeiðinu og Sara Mjöll var ánægð með nemendur skólans. Námskeiðahald fyrir nemendur er fastur liður í starfi skólans en skólinn fær árlega til sín einn til tvo tónlistarmenn til að halda stutt námskeið.