Námskeið í samstarfi við Tónlistarskólann sumarið 2018

  Töluvert hefur verið kallað eftir að skólinn standi fyrir sumarnámskeiðum. Tónlistarskólinn stendur ekki sjálfur fyrir námskeiðum  en kennarar skólans geta halda námskeið í samstarfi við hann. Sumarið 2018 eru fiðlu-og söngnámskeið haldin í húsnæði skólans.   15. - 16. júní: Fiðlufjör á Hvolsvelli   (skráningu er lokið). Ætlað fiðlunemendum á ýmsum stigum. Kennari: Chrissie Telma Guðmundsdóttir o.fl. Í tengslum við námskeiðið verða einnig tvennir tónleikar í Hvolnum. Frá 12. júní : Söngnámskeið og einktaímar á Hellu og/eða á Hvolsvelli   (ef næg þátttaka verður). Hentar fyrir alla sem vilja læra söng.  Kennari: Sigríður Aðalsteinsdóttir