Nemendatónleikar 22. mars kl. 16:30

Við minnum á næstu nemendatónleika sem verða föstudaginn 22. mars kl. 16:30  í Safnaðarheimilinu á Hellu. Það eru blokkflautunemendur  Kristín Jóhanna Dudziak Glúmsdóttir  og fiðlu- og sellónemendur Ulle Hahndorf sem koma fram á tónleikunum. Allir velkomnir!