Nemendur á Strengjamóti á Akureyri

Um síðustu helgi fór fram strengjamót á Akureyri. Mótið var að þessu sinni skipulagt og haldið af Tónlistarskólanum á Akureyri. Var það gert af miklum myndarbrag. Þrír nemendur fóru frá Tónlistarskóla Akureyrar. Þeim fylgdu tveir foreldrar. Fiðlukennari þeirra var einn kennara á mótinu sem fór vel fram. Við þökkum Tónlistarskólanum á Akureyri fyrir gott mót og sendum skipuleggjandanum Eydísi Úlfarsdóttur okkar bestu þakkir.