Nemendur í Sagnagarði

Af fb síðu Landgræðslunnar: "Landgræðslan veitti í ár fimm einstaklingum, stofnunum og félögum landgræðsluverðlaun. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Sagnagarði í Gunnarsholti í gær. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður fengu verðlaunin fyrir fræðslustarf um umhverfismál. Grunnskólinn á Hellu fékk viðurkenningu fyrir vel unnin landgræðslustörf. Uppgræðslufélag Fljótshlíðar fyrir uppgræðslu og gróðurvernd. Hvolsskóli á Hvolsvelli var verðlaunaður fyrir verkefni um sjálfbærni og umhverfismál. Sjá nánar um verðlaunin á heimasíðu Landgræðslunnar - www.land.is"

Við þetta tækifæri léku nemendur úr þessum grunnskólum sem einnig eru hljóðfæranemendur Tónlistarskóla Rangæinga þau Elísabet Anna Dudziak á fiðlu og Gunnar Guðmundsson á gítar. Við færum þeim bestu þakkir fyrir mjög góða frammistöðu.

zzxaIMG_0020 zzxIMG_0062