Reykjavíkurferð 2016 ferðatilhögun

Nú styttist í Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga. Innheimta fyrir ferðina er hafin og ættu greiðendur að hafa fengið rukkun í heimabanka.

Hér fyrir neðan er ferðatilhögun og upplýsingar um ferðina. Miði verður sendur heim með nemendum með þessum upplýsingum í byrjun næstu viku. Hafið samband við skólastjóra eða ritara skólans ef eitthvað er óljóst.

Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 19. Maí (smellið HÉR til að opna pdf til útprentunar: Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga 2016.

Hamborgarafabrikkan í Kringlunni: 16:00-18:00 og MAMMA MIA í Borgarleikhúsinu: 20:00 – 22:40.Nemendur eru í umsjón síns kennara og/eða skólastsjóra. Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn leyfi frá foreldrum ef þeir mega rölta um í Kringlunni eftir matinn.Brottför: Mæting við bílastæði grunnskólanna kl. 15:00. Laugalandi ca. 15:15.
  • Sýningin hefst kl. 20:00  
  • Sýningu lýkur kl. 22:40
  • Áætluð heimkoma: Í kring um miðnætti
Ferðatilhögun Við komuna til Reykjavíkur um kl. 16:00-16:30 verður farið beint á Hamborgarafabrikkuna. Við höfum staðinn til kl. 18:00 þá eiga allir að vera búnir að borða.      Ég bið foreldra barana sem eru með ofnæmi eða óþol að láta vita sem allra fyrst ef panta þarf sérstaklega mat fyrir börnin. Eftir matinn fylgja nemendur sínum kennurum/umsjónaraðila undantekningalaust nema foreldri fylgi barninu í ferðina. Ath! Nemendur á elsta stigi þurfa að skila inn skriflegu leyfi ef þeir mega fara á eigin vegum í Kringluna eftir matinn. Mjög mikilvægt er að þeir sem eru með leyfi hafi símanúmer hjá kennara eða skólastjóra. Allir nemendur eiga að vera mættir í andyri Borgarleikhússins í síðasta lagi 19:30. Ath! Nemendur eiga að snúa sér beint til síns kennara eða skólastjóra ef eitthvað kemur upp á eða ef þeim vantar aðstoð. Hringja má beint í skólastjóra í síma: 868 9858. Þurfi foreldrar að ræða við skólastjóra eða fá nánari upplýsingar um ferðina þá er hægt að senda tölvupóst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 488-4280.  Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fá upplýsingar um sýninguna. Upplýsingar um sýninguna: http://www.borgarleikhus.is/syningar/mamma-mia/Þeir nemendur á elsta stigi sem ætla að rölta í Kringlunni eftir matinn þurfa að skila inn miðanum hér fyrir neða til kennara eða á skrifstofu fyrir föstudaginn 13. maí!  
  Ég undirritaður/undirrituð, veiti______________________________ leyfi til að fara á eigin vegum í Kringluna 19. maí eftir matinn og til kl. 19:30.Undirskrift foreldri/forráðamanna:  _____________________________________ Símanúmer:__________________