Ryþmískir samspilstónleikar í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli í dag kl. 18:00

Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á ryþmísku samspilstónleika skólans  sem haldnir verða í Tónlistarskólanum á Hvolvselli  kl. 18:00. Tónleikarnir eru afrakstur samspilsæfinga nemenda skólans sem stunda ryþmískt nám. Um er að ræða hljóðfæratónleika og marka þessir tónleikar á vissan hátt spor í sögu skólans og eru vitnisburður um breyttar áherslur í ryþmanámi við skólann.  Það eru nemendur Sigurgeirs Skafta Flosasonar og Skúla Gíslasonar sem koma fram. Umsjónarmaður samspils ryþmadeildar er Sigurgeir Skafti.