Skólaárið komið af stað!

Nú er starfið komið á fullt eftir sumarfrí og allir ættu að vera byrjaðir að æfa sig eftir smá hvíld í sumar.

Við viljum minna á skóladagatalið okkar sem er að finna hérna á síðunni með öllum helstu dagsetningum. 

Einnig minnum við á nemendakerfið okkar sem heitir Speed Admin og er hægt að sækja app í símann og sjá þar allar upplýsingar um námið. Ef ykkur vantar aðgangsupplýsingar hafið þá samband á tonrang@tonrang.is

Framundan í september 
Vikuna 15. – 19. september er foreldravika. Þá er foreldrum boðið að mæta með börnin sín í tíma, ræða fyrirkomulag kennslu, markmið vetrarins og önnur atriði. Kennarar munu senda nánari upplýsingar þegar nær dregur.  

Gott samband foreldra og kennara getur skipt sköpum um námsframvindu. Við hvetjum því forráðamenn eindregið til að mæta í tíma með barni sínu, og ræða við kennara um verkefni og markmið vetrarins. - Foreldrar eru að auki velkomnir í kennslustund hvenær sem er. 

Sjáumst hress og kát í skólanum! 😊 

/SRJ