Starf skólans á vorönn 2017

Starf skólans á vorönn 2017 er nú komið vel af stað. Framundan eru nokkrar dagsetningar í skóladagatali sem við viljum biðja foreldra að hafa í huga. Athugið að dagsetningar kennaratónleika skólans verða ekki  birtar fyrr en í  byrjun febrúar. Tónleikahald hjá kennurum verður með svipuðum hætti og á haustönn. Hver kennari heldur tónleika með sínum nemendum. Skóladagatalið verður uppfært um leið og dagsetningarnar hafa verið ákveðnar. Dagsetningar vem við biðjum ykkur að hafa í huga:

  • 22. febrúar - samspilstónleikar í Safnaðarheimlinu á Hellu. Flestir kennarar eru búnir að upplýsa þá nemendur sem eiga að koma fram í samspilsatriðum á þessum tónleikum.
  • 1. mars (Öskudagur) er starfs- og endurmenntunardagur hjá kennurum skólans. Öll kennsla fellur niður þann dag.
  • 20. mars - 7. apríl fara fram stigspróf samkvæmt skólanámskrá í tímum hjá þeim nemendum sem eiga að fara í próf. Foreldrar eru látnir vita með góðum fyrirvara. Prófdómarar eru úr röðum kennara skólans.
  • 4. og 6. stigs próf eru dæmd af utanaðkomandi prófdómurum og á áfangaprófsdögum (sjá neðar). Kennsla dagana 20. mars - 7. apríl er að öðru leiti með hefðbundnum hætti utan 26. og/eða 27. mars. Þá  fara fram áfangapróf á vegum Prófanefndar við skólann. Kennsla fellur niður annan þessarra daga. Við látum við tímanlega hvor dagurinn það verður.
  • 1. maí eru 2. afmælistónleikar skólans. Þar koma fram lengar komnir nemendur skólans og nemendur í ryþmadeild. Tónleikarnir fara fram í Hvolnum og eru lokaviðburðurinn á 60 ára afmælisári skólans. Þeir verða auglýstir sérstaklega bæði á hér á heimasíðunni í Búkollu og víðar.
Við minnum á að kennsla í tónlistarskólanum er með hefðbundnum hætti á þemadögum, sparidögum, foreldraviðtalsdögum og fleiri uppbrotsdögum hjá grunnskólum í héraðinu. Þessir dagar eru litaðir bleikir í skóladagatalinu.