Starf skólans í desember 2016

th (1)

 

Síðasti kennsludagur hjá Tónlistarskóla Rangæinga fyrir jólafrí er 20. desember. Einhverjir nemendur munu þó vera búnir að fá sína tíma þessa daga og verða komnir fyrr í jólafrí. 

Fram að föstudeginum 9. desember er kennsla í skólanum með hefðbundnum hætti. Sumir kennarar munu byrja með jólaþema  með sínum nemendum fyrr.

Frá 12. desember til 16. desember er jólaþemavika  í skólanum verður slík jólavika árlega hjá okkur framvegis. Kennslan verður brotin upp með einum eða öðrum hætti. Hver kennari ákveður fyrir sinn nemendahóp hvernig henni verður háttað þessa viku  mun upplýsa nemendur og forráðamenn tímanlega. Hér fyrir neðan eru dagsetningar á ýmsum viðburðum sem kennarar nú þegar skiplagt með sínum nemendum.

Þann 7. desember verður Chrissie Telma með "jólahreingerningu" með sínum nemendum. Farið verður yfir það hvernig á að þrífa hljóðfærið, skipta um strengi o.fl.

8. og 11.  desember syngja og leika nokkrir nemendur á aðventukvöldi Oddasóknar.

Þann 9. desember fer Ulle Hahndorf selló- og píanókennari með sína nemendur í Kirkjuhvol á Hvolsvelli og í Miðjuna á Hellu til að leika jólatengda tónlist.

Þann 9. desember kl. 12:00 fer Laima með nokkra af nemendum sínum á Lund og ætla þau að spila þar á jólahlaðborði.

Þann 10. desember verða Guðrún Suzukipíanókennari og Kristín Jóhanna blokkflautukennari með jólatengt efni í Unu á Hvolsvelli og víðar.

Þann 11. desember fer Chrissie Telma með sína nemendur til Reykjavíkur. Þau ætla m.a. að heimsækja Barnaspítala Hringsins.

Þann 13. desember kl. 15:00 ætla Halldór, Jens og Laima að fara með nemendur og spila á Kirkjuhvoli.

Þann 13. desember kl. 15:30ætla nemendur í rythma-sveitinni að spila og syngja í N1, síðan í Kjarvali kl. 16:00.

Þann 14. desember kl. 15:00 ætla nemendur í rythma-sveitinni að spila og syngja í bókasafninu og síðan við sundlaugina kl. 16:00.

Þann 14. desember kl. 15:00 ætla Halldór og Jens að heimsækja Lund með nemendum sínum.

Þann 15. desember kl. 15:00 verður Jens með frjálsan tíma fyrir nemendur sína í tónlistarskólanum á Hellu.

Þann 16. desember verður Laima píanókennari með jólatónleika fyrir foreldra sinna nemanda á Hvolsvelli.

Þann 19. og 20. desember verður Maríanna með jólaflautugleði með þverflautunemendunum sínum á Hvolsvelli.

Þann 20. desember verður Þórunn með jólastund með sínum söngnemendum.