Suzukideild Tónlistarskóla Rangæinga

Þann 9. september var haldinn fræðslufundur fyrir Suzukiforeldra og kynningn á Suzukinámi hjá í Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli.   Guðmundur Kristmundsson formaður Íslenska Suzukisambandsins kom til okkar í heimsókn og spjallaði við foreldra og Suzukikennara og Suzukikennaranema. Samstarf skólans við sambandið var innsiglað og litla deildin okkar formlega stofnuð. Í samstarfinu felst að Suzukideild Tónlistarskóla Rangæinga starfar samkvæmt alþjóðlegum reglum um  Suzukikennara, við Suzukiútskriftir o.fl. http://www.suzukisamband.is/kennarar. Frá haustinu 2015 hefur hægt en markvisst, verið byggt upp Suzukihljóðfæranám við skólann. Það haust komu í skólann fyrstu Suzukinemendurnir með Guðrúnu Markúsdóttur sem hafði kennt á Suzukipíanó á eigin vegum í nokkur ár í Rangárþingi eystra. Við skólann er nú kennt á Suzukipíanó, Suzukiblokkflautu og hjá skólanum starfar Suzukisellókennari og  Suzukifiðlukennaranemi. Einn nemandi stundar nám á Suzukigítar og sækir hann kennsluna á Selfoss. Upplýsingar um Suzukihljóðfæranám við skólann má lesa á heimasíðu þar sem einnig er að finna tengla Íslenska Suzukisambandið. Frá vinstri: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir fulltrúi skólanefndar, Guðmundur Kristinsson formaður Íslenska Suzukisambandins og Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri.