Svæðistónleikar Nótunnar

Svæðistónleikar Nótunnar fóru fram í gær, sunnudag 13. mars, í Salnum í Kópavogi. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá þau og heyra í þessum fallega sal. Þetta var hátíðlegt og í heildina voru flutt 23 atriði. Allir þátttakendur á tónleikunum fengu viðurkenningarskjal. Við erum stolt af því að eitt af okkar atriðum, stúlknakvartettinn, hlaut sérstaka viðurkenningu og munu koma fram á Lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 10. apríl næstkomandi. Atriðið þeirra var mjög vel flutt. Allar stúlkurnar stunda nám í einsöng og eru að ljjúka grunn- og miðnámi í söng í vor. Kennari þeirra er Þórunn Elfa Stefánsdóttir. Stúlkunar sem fara í Hörpu koma fram á samspilstónleikum tónlistarskólans á morgun, þriðjudaginn 15. mars, ásamt fleiri nemendum sem leika og syngja saman. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00. Allir velkomnir! nótan6 nótan3 nótan kvartett nótan7