The Beatles

Miðvikudaginn, 1. nóvember s.l. var haldinn 2. tónfundur vetrarins og var þemað "The Beatles". 

Tónfundurinn heppnaðist mjög vel og voru sex frábær atriði, bæði sóló og samspil. Það voru nemendur frá fimm kennurum sem komu fram á tónfundinum og var spilað á píanó, fiðlu, trommur og blokkflautu og sungið. 

Með tónfundunum viljum við gefa nemendum fleiri tækifæri til að koma fram. Næsti tónfundur verður 30. nóvember n.k. "Jólalög".