Þemavika í tónlistarskólanum

Nú er þemavika í tónlistarskólanum. Þá er engin hefðbundin kennsla en nemendur skólans taka þátt í hópastarfi og eru á hinum ýmsu styttri námskeiðum.

Á föstudaginn n.k. 9. febrúar verður svo opið hús í húsnæði skólans á Hvolsvelli þar sem hluti af afrakstrinum vikunnar verður sýndur.