Þemavika í Tónlistarskólanum 6.-10.febrúar

Vikuna 6.-10. febrúar verður þemavika í Tónlistarskólanum.

Sent verður út á næstu dögum kynning á þeim námskeiðum sem standa til boða og eru nemendur beðnir um að skrá sig í námskeið á viðeigandi hlekk sem kemur í tölvupósti frá skólanum.
Þessi vika er hugsuð sem kynning á mismunandi hliðum tónlistarinnar og hvernig er hægt að vinna með hana á fjölbreytta vegu. 
Námskeiðin eru allt frá því að læra vinnukonugrip á píanó og gítar með þekkt rokklag í að læra á munnhörpu, læra grunnatriði í söng, spuna, um kvikmyndatónlist og margt fleira.

Fylgist með þegar við sendum ykkur frekari upplýsingar. 

Ef þið hafið spurningar þá sendið tölvupóst á tonrang@tonrang.is