Tónleikar í nóvember

  Þau leiðu mistök urðu í vikunni að það láðist að tilkynna breytingar á staðsetningu samspilstónleika. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera í Hvolnum en voru færðir í sal skólans. Röng dagsetning var skráð  á heimasíðu fyrir tónleika sem voru í gær fimmtudag.   Nemendur og foreldrar eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Í samráði við kennara verður harmóníkunemendum boðið að koma fram á tónleikum aftur í desember. Við biðjumst velvirðingar á þessum leiðu mistökum og reynum að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig í framtíðinni.