Tónlistarskólinn í maí

Frá 20. - 23. maí standa yfir starfsdagar í Tónlistarskóla Rangæinga. Frá og með fösutdeginum 24. maí eru tónlistarkennarar skólans komnir í sumarfrí. Skólastjóri er í leyfi frá 16. - 30. maí. Staðgengill skólastjóra í leyfi er Vigdís Guðjónsdóttir skólaritari. Hún er við á skrifstofu mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 - 11:30.  Tölvupóstar með fyrirspurnum varðandi námið, skráningar, skólagjöld o.fl. sem beint er til skólastjóra á aðalnetfang skólans þurfa einnig að berast á netfangið: tonrangrit@tonrang.is, eða fram til 30. maí. Vakin er athygli á því að skólagjöld vegna skólaársins 2019 - 2020 verða birt á heimasíðu eftir 10. júní. Staðfestingargjald vegna náms skólaárið 2019 - 2020 kr. 10.000 berst greiðendum um mánaðarmótin júní/júlí. Staðfestingargjald dregst frá skólagjöldum og er óendurkræft. Um leið og við þökkum fyrir gott skólaár 2018 - 2019 og óskum nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegs sumars, minnum við á að skráning í nám skólaárið 2019 - 2020 stendur yfir. Skráningu í nám þarf að gera rafrænt af heimasíðu. Þegar smellt er á myndina hér fyrir neðan færist notandi beint á skráningarsíðu skólans: