Upprifjunardagur fyrir Suzuki-blokkflautunemendur

Laugardaginn, 24. febrúar, var haldinn upprifjunardagur fyrir Suzuki-blokkflautunemendur í sal skólans á Hvolsvelli, en dagurinn var haldinn á vegum Suzukisambandsins og skipulagður af Christiane L. Bahner, blokkflautukennara Tónlistarskóla Rangæinga.

Þá komu saman 14 blokkflautunemendur auk 4 kennara frá Keflavík, Hafnarfirði, Selfossi og Hvolsvelli/Hellu til að spila Suzuki-efni. Meðleikari var Glódís Margrét Guðmundsdóttir.

Þökkum öllum fyrir komuna og skemmtilegt samspil!