Upptakturinn 2019

  Það er okkur sönn ánægja að eiga eitt þeirra 13 ungu tónskálda sem munu eiga tónverk á glæsilegum tónleikum Upptaktsins í Norðurljósasal Hörpunnar á upphafsdegi Barnamenningarhátíðar þann 9. apríl nk. Fulltrúi okkar er Gísella Hannesdóttir. Verkin sem valin hafa verið til þátttöku verða nú fullunin af glæsilegum hópi tónlistarsfólks bæði fagfólks og nemenda við Listaháskóla Íslands.

Á næsta skólaári mun Tónlistarskóli Rangæinga verða samstarfsaðili Upptaksins.  Efnt verður til tónsköpunarviku fyrir öll börn á aldrinum 10 - 15 ára sem hafa áhuga á því að semja tónlist í tengslum við Upptaktinn 2020.