Fréttir & tilkynningar

25.02.2021

Samúðarkveðja

László Czenek fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga lést 21. febrúar s.l. eftir Covid-19 veikindi. Hann hafði nýlega náð sextugsaldri. László starfaði við skólann frá 1999 til 2014 eða samtals í 15 ár og þar af 13 ár sem skólastjóri. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Hédi sem einnig starfaði við skólann samhliða eiginmanni sínum og tvö uppkomin börn, soninn Marton og dótturina Agnesi. Við sendum Hédi og börnum hennar innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu László Czenek.
07.01.2021

COVID 19: Skólastarf frá áramótum samkvæmt nýrri reglugerð

Takmarkanir á skólahaldi verða rýmkaðar frá gildandi reglum samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar leiða meðal annars til þess að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. Á háskólastigi verður heimilt að hafa allt að 50 manns saman í rými en blöndun milli hópa er óheimil. Reglugerðin gildir til 28. febrúar en með fyrirvara um breytingar ef þörf krefur.
01.12.2020

Nemendatónleikar í desember 2020

Allir nemendatónleikar í desember 2020 fara fram á sal skólans á Hvolsvelli og eru sendir út í beinu streymi á facebook síðu skólans.
13.05.2020

Lok skólaársins